Þurfa karlmenn að missa hárið?

Þurfa karlmenn að missa hárið?

Um það bil 20% karla eru með sjáanlega hárþynningu upp úr tvítugt og 50% um fertugt! Líftími hvers hárs er mismunandi á milli karla og kvenna. Hár kvenna lifir í 3-6 ár á meðan karla er 2-4 ár. það er aðal ástæðan fyrir því að konur eiga auðveldara með að safna hári. Að auki eru ýmsar ástæður fyrir því að karlar upplifa að alla jafnaði alvarlegri hárþynningu fyrr en konur. Til að mynda þá eru erfðafræðilegir þættir, vinnuumhverfi, stress og því miður, meira kæruleysi fyrir því hvað er notað í hárið! En það er hægt að vinna gegn öllum þessum þáttum (fyrir utan erfðaþáttinn) með náttúrulegum lausnum og litlu veseni.

 

Í síðasta bloggi ræddi ég um hárlínu Cesare Ragazzi Laboratories (CRLAB) og þeirra sýn á að orsök allra hárvandamála væri að finna í hársverðinum. Við höfum fengið ótrúlegar viðtökur hjá konum landsins sem vilja fá hárgreiningu og hársvarðar meðferð í kjölfarið. Því miður virðast karlarnir aftur á móti halda að svoleiðis sé ekki fyrir þá, ekki frekar en anslitsbað, andlitskrem eða fótsnyrting ;) Bara raka hárið af og gráta svo í koddann!

 

Ein af aðal áherslum CRLAB er að líftími hársins verði eins langur og hægt er. Að auki, þá vinna innihaldsefnin gegn því að hársekkir deyji og getur því spornað við hárþynningu. Eins og ég hef lagt áherslu á þá er ekki hægt að endurvekja hársekki sem eru dánir (við erum ekki í töframannafélaginu). Þess vegna er mikilvægt að grípa í taumana áður en það gerist og passa vel uppá hársvörðinn, því það er það sem skiptir öllu máli og því fyrr því betra!

 

Þetta er ekki flókið: Þú pantar tíma hjá okkur í hárgreiningu og við sýnum þér hvernig ástandið á hársverðinum hjá þér er. Ef þú vilt, þá getur þú keypt viðeigandi meðferðarvöru hjá okkur sem þýðir að 3 hvern dag þarftu að þvo þér 2 sinnum um hárið með 10-15 mín bið á milli (kjörið að td raka sig á meðan) og svo bera vökva í hárið á eftir.

 

Við viljum vera til staðar og reyna að hjálpa öllum þeim sem eiga við hárvandamál að stríða, konur og ekki síður karla.